Fréttir og tilkynningar


58 félögum mögulega slitið

14.1.2022

Ársreikningaskrá sendi í morgun tilkynningu til 58 félaga þar sem þessum félögum var veittur fjögurra vikna frestur til að skila inn ársreikningi eða eftir atvikum samstæðureikningi.

Ef félag skilar ekki fullnægjandi ársreikningi eða eftir atvikum samstæðureikningi innan frestsins mun ársreikningaskrá senda héraðsdómi kröfu um skipti á búi viðkomandi félags. Engir frekari frestir verða veittir af hálfu ársreikningaskrár.

Framkvæmd ársreikningaskrár við gerð kröfu um slit félaga
Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum