Fréttir og tilkynningar


Aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins – yfirlit

21.10.2020

Skattinum hefur verið falin framkvæmd á ýmsum úrræðum sem stjórnvöld hafa gripið til vegna kórónuveirufaraldursins og aðgerða vegna hans, s.s. stöðvun á tiltekinni starfsemi. 

Um er að ræða fjölmörg atriði, t.d. lokunarstyrki, stuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, sérstakan barnabótaauka, meiri heimildir til endurgreiðslna á virðisaukaskatti, frestun á ýmsum greiðslum án álags og dráttarvaxta, heimild til að taka út séreignarsparnað og fleira. Búið er að taka saman yfirlit yfir stöðu þeirra helstu aðgerða sem Skatturinn sér um framkvæmd á miðað við fyrri hluta október. 

Skoða yfirlit yfir aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum