Fréttir og tilkynningar


Endurgreiðslur á virðisaukaskatti – nú fyrir fleiri en áður

3.7.2020

Nú er hægt að sækja um 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu manna á byggingarstað vegna endurbóta, viðhalds eða nýbyggingar á mannvirkjum í eigu sveitarfélaga.

Þá er einnig hægt að sækja um 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu manna á byggingarstað vegna endurbóta, viðhalds og nýbyggingar á mannvirkjum sem eru alfarið í eigu eftirtalinna aðila:

  1. Mannúðar-, líknarfélaga.
  2. Íþróttafélaga, heildarsamtaka á sviði íþrótta og héraðs- og sérsambanda.
  3. Björgunarsveita, landssamtaka björgunarsveita, slysavarnardeilda eða einstakra félagseininga sem starfa undir merkjum samtakanna.
  4. Félaga og félagasamtaka sem sinna æskulýðsmálum.
  5. Þjóðkirkjunnar, þjóðkirkjusafnaða og annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga.

Framangreindir aðilar fá einnig 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna greiðslu á þjónustu vegna hönnunar eða eftirlits með byggingu á slíku mannvirki.

Hægt er að sækja um endurgreiðslu vegna reikninga sem gefnir eru út frá og með 1. mars 2020 til og með 31. desember 2020.

Sótt er um á þjónustusíðu umsækjanda á þjónustusíðu Skattsins. Umsóknir eru undir flipanum “Samskipti”.

Nánari upplýsingar um endurgreiðslur á virðisaukaskatti

Um tímabundna hækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum