Fréttir og tilkynningar


Skattaákvæði hegningarlaganna tæmir sök gagnvart peningaþvættis­ákvæði

30.4.2020

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann til að greiða 17,5 milljónir króna í sekt fyrir að hafa ekki staðið skil á tæplega 9 milljónum kr. af innheimtum virðisaukaskatti.

Maðurinn var ákærður „fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum framin í sjálfstæðri starfsemi hans og fyrir peningaþvætti“. Maðurinn var ekki sakfelldur fyrir peningaþvætti en dómarinn taldi að brot gegn skattákvæðum hegningarlaganna tæmdi sök gagnvart peningaþvættisákvæði hegningarlaganna. Skilorðshluti dóms er féll í Hæstarétti 2017 tekinn upp og fangelsisrefsing dæmd fyrir bæði málin, 15 mánaða fangelsi, þar af 12 mánaða skilorðsbundið.

Dómur héraðsdóms Reykjaness


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum