Fréttir og tilkynningar


Stuðningur vegna hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti

10.7.2020

Umsókn fyrir atvinnurekendur sem hyggjast óska eftir stuðningi úr ríkissjóði vegna hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti er nú tilbúin og aðgengileg á þjónustusíðum á skattur.is.

Skattinum var falin framkvæmd á ýmsum aðgerðum stjórnvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn og eru upplýsingar um þau öll undir sérstöku svæði á upplýsingavef embættisins.

Settar hafa verið á vef Skattsins ítarlegar leiðbeiningar um skilyrði og útfyllingu á umsókn um stuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Uppfylla þarf fjölmörg skilyrði og færa inn í umsókn ýmsar upplýsingar. Á þetta sérstaklega við um rekstrartekjur umsækjanda á árunum 2019 og það sem af er árs 2020 og þá launamenn sem sagt hefur verið upp störfum og óskað er eftir stuðningi vegna. Afar mikilvægt er að væntanlegir umsækjendur kynni sér leiðbeiningarnar áður en hafist er handa við að sækja um.

Vakin er athygli á því að umsóknarfrestur vegna maí- og júní launagreiðslna 2020 hefur verið ákveðinn 20. ágúst 2020, en eftir það er umsóknarfrestur 20. dagur eftir næstliðinn mánuð.

Opna umsókn á þjónustuvef

Upplýsingar og leiðbeiningar með umsókn


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum