Fréttir og tilkynningar


Sekt vegna vanframtalinna tekna af útleigu húsnæðis til ferðamanna

23.6.2020

Yfirskattanefnd hefur úrskurðað að einstaklingur sem hafði á saknæman hátt, skv. rannsókn skattrannsóknarstjóra, vanrækt að telja fram í skattframtölum sínum tekjur af útleigu húsnæðis til ferðamanna á árunum 2016, 2017 og 2018.

Ekki hafði verið staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum og innheimtum virðisaukaskatti vegna seldrar þjónustu á sömu árum. Með úrskurði yfirskattanefndar var viðkomandi gert að greiða sekt að fjárhæð 14.900.000 kr.

Úrskurður yfirskattanefndar


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum