Fréttir og tilkynningar


Álagning 2020 hefur verið birt

28.5.2020

Álagning einstaklinga 2020, vegna tekjuársins 2019, fer fram 29. maí n.k. Niðurstöður álagningar hafa verið birtar og eru aðgengilegar á þjónustuvef Skattsins.

Til að nálgast niðurstöður álagningar þarf að skrá sig inn á þjónustuvef Skattsins með rafrænum skilríkjum eða veflykli.

Opna þjónustuvef Skattsins

Endurgreiðslur og innheimta skulda

Skatturinn sér um innheimtu opinberra gjalda á höfuðborgarsvæðinu. Létta má mánaðarlega greiðslubyrði með gerð greiðsluáætlana hjá innheimtumönnum ríkissjóðs.

Lesa nánar um lækkun launaafdráttar vegna álagningar 2020

Þjónusta og leiðbeiningar

Vegna sjónarmiða um sóttvarnir þá eru upplýsingar um álagninguna eingöngu veittar hjá Skattinum í síma 442 1000 og tölvupósti en ekki á afgreiðslustöðum. 

Útbúnar hafa verið stutta leiðbeiningar um hvernig lesa megi úr álagningunni og er þær að finna hér að neðan, á íslensku, ensku og pólsku, bæði sem vefsíða og í bæklingaformi.

Íslenska: Bæklingur / Vefsíða

Enska: Bæklingur / Vefsíða

Pólska: Bæklingur / Vefsíða


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum