Álagning einstaklinga 2020 – lækkun launaafdráttar

25.5.2020

Inneignir (vaxtabætur, barnabætur og sérstakur barnabótaauki, auk ofgreiddrar staðgreiðslu) eru greiddar inn á bankareikninga 29. maí 2020. Létta má mánaðarlega greiðslubyrði með gerð greiðsluáætlana hjá innheimtumönnum ríkissjóðs.

Skatturinn er innheimtumaður ríkissjóðs í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og í Kjósarhreppi. Annars staðar á landinu sjá sýslumenn um innheimtu opinberra gjalda.

Upplýsingar um innheimtumenn

Almennar fyrirspurnir um innheimtu opinberra gjalda má senda á netfangið skatturinn@skatturinn.is.

Lækkun launaafdráttar

Greiðsluerfiðleikar

Áætlanir

Skuldajöfnuður

Þjónustufulltrúar

Þjónustufulltrúar lögfræðiinnheimtu útbúa greiðsluáætlanir um lækkun launaafdráttar og frestun innheimtuaðgerða vegna krafna sem Skatturinn innheimtir. Þeir eru staðsettir á 5. hæð Tollhússins, Tryggvagötu 19 og til viðtals á opnunartíma embættisins, frá kl. 09:00-15:30 alla virka daga, nema föstudaga en þá er opið frá kl. 09:00 til 14:00. Hægt er að ganga frá flestum greiðsluáætlunum um lækkun launaafdráttar með því að senda þjónustufulltrúum lögfræðideildar tölvupóst á netfangið vanskil@skatturinn.is. Yfirleitt eru margir sem leita til þjónustufulltrúa í kjölfar álagningar opinberra gjalda og því getur biðtími eftir viðtali lengst. Það getur því sparað tíma og fyrirhöfn að ganga frá greiðsluáætlun með tölvupósti.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum