Fréttir og tilkynningar


Frestun greiðslu staðgreiðslu og tryggingagjalds

Opnað fyrir umsóknir á auknum greiðslufresti

21.12.2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um aukinn frest á greiðslu staðgreiðslu launamanna og tryggingagjalds fyrir þá mánuði sem þegar var frestað greiðslu á.

Úrræðið er hluti aðgerða til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. 

Samkvæmt lögum nr. 17/2020 var helmingi af greiðslu á staðgreiðslu launamanna og tryggingagjaldi vegna launa í febrúar 2020, þ.e. gjalddagi 1. mars 2020, frestað hjá öllum launagreiðendum. Upphaflega náði frestunin til 1. apríl 2020 en með lögum nr. 25/2020 var fresturinn framlengdur til 1. janúar 2021 auk þess sem heimilað var að fresta greiðslu á þremur gjalddögum á tímabilinu 1. apríl til og með 1. desember 2020, sbr. leiðbeiningar þar um hér á eftir. 

Samkvæmt sömu lögum var launagreiðendum síðan heimilað að fresta enn lengur greiðslu á því sem frestað hafði verið og dreifa greiðslum á mánuðina júní, júlí og ágúst 2021.

Einnig er hægt að sækja um frekari frestun á greiðslu helmings af staðgreiðslu launamanna og tryggingagjalds vegna febrúarlauna. Greiðslu á þessum hluta staðgreiðslunnar var frestað hjá öllum launagreiðendum til 15. janúar 2021, sbr. lög nr. 17/2020 og 25/2020.

Frekari skýringar og leiðbeiningar

Information in English


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum