Fréttir og tilkynningar


Framlengdur frestur til skila á CRS og FATCA upplýsingum

13.5.2020

Frestur tilkynningarskyldra fjármálastofnana til skila á CRS og FATCA upplýsingum til Skattsins á árinu 2020 hefur verið framlengdur til 31. ágúst nk.

Með tilliti til áhrifa heimsfaraldurs COVID-19 á starfsemi fjölda fyrirtækja hefur fjármálastofnunum verið veitt aukið svigrúm til skila við þessar aðstæður á árinu 2020.

Nánari upplýsingar um CRS (Common Reporting Standard) og þær skyldur sem hvíla á íslenskum fjármálastofnunum skv. reglugerð 1240/2015. 

Nánari upplýsingar um FATCA samning Íslands og Bandaríkjanna og þær skyldur sem hvíla á íslenskum fjármálastofnunum samkvæmt samningnum.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum