Fréttir og tilkynningar


Umsóknir um endurgreiðslur á virðisaukaskatti

19.5.2020

Frá og með deginum í dag er hægt að sækja um endurgreiðslur á virðisaukaskatti vegna viðgerða, sprautunar og réttingar á fólksbifreiðum samkvæmt reikningum frá og með 1. mars sl. 

Réttur til endurgreiðslu er fyrir hendi hjá einstaklingum vegna eigin fólksbifreiða. Ekki er hægt að sækja um vegna bifreiða sem nýttar eru í atvinnurekstri. Fjárhæð vinnuliðar í þessu sambandi þarf að vera að lágmarki 25.000 kr. án virðisaukaskatts.

Jafnframt er nú hægt að sækja um 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu manna við íbúðarhúsnæði og frístundahúsnæði, vegna reikninga frá og með 1. mars sl. Þetta á einnig við um reikninga vegna heimilisaðstoðar og reglulegrar umhirðu íbúðarhúsnæðis, s.s. garðvinnu, ræstingar sameignar og annarra þrifa.

Sótt er um á þjónustusíðu umsækjanda á þjónustusíðu Skattsins. Umsóknir eru undir flipanum “Samskipti”. 

Nánari upplýsingar um endurgreiðslur á virðisaukaskatti

Um tímabundna hækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum