Fréttir og tilkynningar


Fræðsluefni um brot á persónu­auðkennum

7.4.2020

Á vegum skattyfirvalda Norðurlandanna starfar samnorrænn hópur sem hefur með höndum það verkefni að vekja athygli á og efla varnir gegn brotum tengdum misnotkun á auðkennum fólks og skilríkjafölsun, ID-Criminality.

Skattrannsóknarstjóri ríkisins á fulltrúa í hópnum. Hópurinn hefur nú lokið gerð fjögurra fræðslumyndbanda sem varpa ljósi á hvað felst í hugtakinu persónuauðkenni (ID), hvaða afleiðingar misnotkun og/eða fölsun getur haft fyrir samfélagið og hvernig unnt er að sporna geng misnotkun. Þessi brot miða að því að svíkja fé úr sameiginlegum sjóðum landsmanna með því að misnota skatt- og velferðarkerfi. Í myndböndunum koma fram raunhæf dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem byggir á misnotkun persónuauðkenna.

www.skatteverket.se/followtheidentity


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum