Fréttir og tilkynningar


Uppfærsla á gagnaskilakerfi Skattsins

17.11.2020

Vakin er athygli á að gagnaskilakerfi Skattsins hefur verið uppfært. Uppfærslan hefur einungis áhrif á skil þeirra aðila sem skila upplýsingum beint úr bókhalds- og launakerfum með vefþjónustu. 

Skráning upplýsinga á þjónustuvef Skattsins og innlestur XML skjala helst óbreytt.

Í gegnum gagnaskilakerfið fara fram skil á upplýsingum um laun, verktakagreiðslur, hlutafé og fleira. Skil þessi fara að mestu fram í janúar en upplýsingarnar er notaðar við áritun skattframtals einstaklinga og til afstemmingar á staðgreiðslu.

Önnur skil breytast ekki í tengslum við þessa uppfærslu. Til dæmis verða skil á staðgreiðslu og virðisaukaskatti óbreytt.

Til að hægt verði að skila upplýsingum til áritunar á skattframtal 2021 úr bókhalds- og launakerfum með vefþjónustu, verður að vera búið að uppfæra hlutaðeigandi bókhalds- og launakerfi. Frá 1.12.2020 verður einungis hægt að nota nýju þjónustuna og hvort heldur sem er vegna tekjuársins 2020 sem og fyrri ára.

Skatturinn hefur verið í sambandi við hugbúnaðarhús og aðra aðila sem þurfa að uppfæra kerfi sín. Ef spurningar vakna vegna þessarar uppfærslu er launagreiðendum bent á að hafa samband við þjónustuaðila síns launakerfis.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum