Veittur stuðningur á uppsagnarfresti – viðbót
Búið er að uppfæra upplýsingar um þá rekstraraðila sem fengið hafa greiddan stuðning vegna hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti.
Stuðningur
vegna launakostnaðar í ágústmánuði hefur nú bæst við listann
þannig að hann tekur nú til greiðslna vegna maí, júní, júlí og ágústlauna. Eins
og áður er fjöldi launamanna hjá rekstraraðila birtur ef þeir eru 20 eða
fleiri.
Á meðan að greint úrræði um stuðning vegna hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti er í gildi mun Skatturinn eftirleiðis uppfæra mánaðarlega listann yfir þá rekstraraðila sem fengið hafa þessar greiðslur.