Fréttir og tilkynningar


Yfirskattanefnd hafnar skýringum um að greiðslur frá erlendu félagi gætu talist endurgreiðsla láns

23.6.2020

Yfirskattanefnd hefur staðfest úrskurð ríkisskattstjóra sem kveðinn var upp í framhaldi af rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins á skattskilum kæranda árin 2010-2013.

Ríkisskattstjóri endurákvarðaði áður álögð opinber gjöld kæranda vegna umræddra ára og færði kæranda til tekna vanframtaldar greiðslur frá erlendu félagi, sem skráð var á Seychelles-eyjum í Indlandshafi. Kærandi hélt því fram að um væri að ræða endurgreiðslu láns en Yfirskattanefnd benti á að kærandi hefði ekki lagt fram nein samtímagögn til stuðnings því að hann hefði lánað félaginu fjármuni. Ekki var talið að kærandi hefði sýnt fram á að virða bæri greiðslur frá félaginu sem endurgreiðslur vegna kröfu né að um væri að ræða arðgreiðslur til hans. Var kröfum kæranda hafnað, þar með talið kröfu hans um niðurfellingu 25% álags.

Úrskurður yfirskattanefndar


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum