Fréttir og tilkynningar


Dæmt vegna rangrar upplýsingagjafar við innflutning

9.3.2020

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi nýlega mann til greiðslu sektar að upphæð tæpra sjö milljóna króna ellegar sæta fangelsi í 120 daga.

Vakin er athygli á að í Tollalögum er ákvæði um sektir hafi rangar eða villandi upplýsingar verið veittar við innflutning.

172. gr.

  • Hver sem af ásetningi eða … 1) gáleysi veitir rangar eða villandi upplýsingar um tegund, magn eða verðmæti vöru eða vanrækir að leggja fram tilskilin gögn samkvæmt lögum þessum vegna innflutnings vöru skal sæta sektum sem að lágmarki nema tvöföldum en að hámarki tíföldum aðflutningsgjöldum af því tollverði sem dregið var undan álagningu aðflutningsgjalda. Álag á toll og önnur aðflutningsgjöld skv. 86. gr. [og 180. gr. b] 2) dregst frá sektarfjárhæð.
  • Hver sem af ásetningi eða … 1) gáleysi veitir rangar eða villandi upplýsingar um tegund, magn eða verðmæti vöru eða vanrækir að leggja fram tilskilin gögn samkvæmt lögum þessum vegna útflutnings vöru skal sæta sektum.
  • [Tollmiðlari sem af ásetningi eða … 1) gáleysi aðstoðar við ranga eða villandi skýrslugjöf til tollyfirvalda eða veitir rangar eða villandi upplýsingar við tollskýrslugerð skal sæta refsingu skv. 1. mgr. ef um er að ræða innflutning en skv. 2. mgr. ef um er að ræða útflutning.] 3)
  • [Innflytjandi, útflytjandi, tollmiðlari, ferðamaður eða farmaður sem af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi lætur hjá líða að gera grein fyrir fjármunaflutningum skv. 27. gr. a, ellegar veitir rangar eða villandi upplýsingar um slíka flutninga, skal sæta sektum.] 4)
  • Hafi brot gegn [1., 3. eða 4. mgr.] 4) verið framið af ásetningi varðar það auk sekta fangelsi allt að sex árum ef brotið er ítrekað eða sakir miklar að öðru leyti.
    1) L. 59/2017, 13. gr. 2) L. 112/2016, 19. gr. 3) L. 80/2006, 11. gr. 4) L. 9/2019, 8. gr.

Sjá einnig:

Dóm Héraðsdóms suðurlands

Tollalög nr. 88/2005

Frétt í Fréttablaðinu


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum