Fréttir og tilkynningar


Vinnuhópur um tillögur nefndar um rannsókn og saksókn skattalagabrota

27.1.2020

Dómsmálaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið hafa skipað vinnuhóp til að útfæra tillögur nefndar er sett var á laggirnar af hálfu ráðuneytanna tveggja um rannsókn og saksókn skattalagabrota.

Nefndin skilaði af sér skýrslu í september sl. Á vefsíðu ráðuneytanna kemur fram að vinnuhópnum er ætlað að útfæra tillögur sem duga til þess að tvöföldum refsingum verði ekki beitt í þessum málaflokki.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum