Fréttir og tilkynningar


Ekki sakaður um ásetning né gáleysi við skil framtala sinna

21.10.2020

Maður var ákærður fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2008, 2010 og 2011, með því að láta undir höfuð leggjast að telja fram tekjur að fjárhæð 116 milljónir í formi úttekta í félögum sem voru í hans eigu.

Hafi hann þannig komist hjá því að greiða tekjuskatt og útsvar að fjárhæð 44 milljónir króna. Hélt hann því m.a. fram að fjármunirnir sem lagðir voru inn á hans bankareikning hefðu verið eign félags hans, vegna sölu þess félags á hlutum í öðru félagi. Hefði hann fengið sérfræðinga til að vinna skattframtölin fyrir sig, sem hefðu gert mistök við framtalsgerðina. Í dómi kemur fram að ákærði losni ekki undan refsiábyrgð með því að fela öðrum framtalsgerðina, en þó verði að virða málavexti í heild þegar afstaða er tekin til þess hvort hann hefi gefið trúverðugar skýringar á því hvers vegna skattframtölunum var skilað á þann hátt sem gert var. Fól hann bæru félagi að annast skattamál sín og hafi mistök verið gerð við vinnslu skattframtalanna. Saknæmisskilyrði voru því ekki uppfyllt og var ákærði sýknaður.

Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 15. október 2020 í máli nr. S-121/2020


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum