Fréttir og tilkynningar


Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu – næstu skref

29.1.2020

Bretland gengur úr Evrópusambandinu (ESB) þann 31. janúar næstkomandi. Við það tímamark tekur við aðlögunartímabil sem gildir til 31. desember 2020. 

Á meðan á aðlögunartímabilinu stendur gilda allir samningar Íslands og ESB áfram fyrir Bretland, s.s. EES samningurinn og tvíhliða samningur Íslands og ESB, með þeim afleiðingum að engin breyting verður á tollkjörum eða tollafgreiðslu milli landanna tveggja. Þannig munu núverandi reglur um innflutningstakmarkanir milli landanna tveggja sömuleiðis halda gildi sínu fram að þeirri dagsetningu.

Fyrir frekari upplýsingar vísast til laga nr. 121/2019 og vefsíðu utanríkisráðuneytisins um efnið; https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/brexit/


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum