Fréttir og tilkynningar


Tekjufallsstyrkir – Lokunarstyrkir

6.11.2020

Alþingi hefur samþykkt að greiða þeim sem stunda atvinnurekstur, annars vegar áframhald á lokunarstyrkjum og hins vegar tekjufallsstyrki, með ákveðnu hámarki og skilyrðum. Skatturinn fer með framkvæmdina. 

Styrkir þessir eru ætlaðir þeim sem hefur verið gert að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaraðgerða og/eða þeim sem orðið hafa fyrir miklu tekjufalli vegna áhrifa faraldursins. Allir þeir sem stunda atvinnurekstur munu geta sótt um, hvort sem reksturinn er í gegnum félag eða á eigin kennitölu einstaklings. Ná þarf tilteknu tekjufalli á milli áranna 2019 og 2020 til að styrkur komi til álita, auk annarra skilyrða og takmarkana.

Þegar er hafin vinna við gerð umsóknar, leiðbeininga og annað það sem til þarf. Ljóst er að sú vinna mun taka einhverjar vikur en róið er að því öllum árum að unnt verði að sækja um greinda styrki sem fyrst. Búið er að setja fyrstu leiðbeiningar um tekjufallsstyrki á vefsíðu Skattsins en jafnframt er bent á fyrri leiðbeiningar um lokunarstyrki sem eiga enn við upp að ákveðnu marki en verða uppfærðar um leið og unnt er. Auglýst verður sérstaklega þegar opnað verður fyrir móttöku á umsóknum.

Unnt er að leita nánari upplýsinga í beinum þjónustusíma 442-1414. Eins er hægt að óska eftir upplýsingum með hjá upplýsingaveri Skattsins.

Nánari upplýsingar um tekjufallsstyrki

Nánari upplýsingar um lokunarstyrki


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum