Nordic Smart Government ætlað að auka samstarf og velferð á Norðurlöndunum
Norrænu atvinnuvegaráðherrarnir hafa samþykkt áætlun sem er ætlað að koma hreyfingu á efnahagslífið í kjölfar Covid-19 og stuðla að sjálfbærum vexti í atvinnulífi á Norðurlöndum.
Þau verkefni sem verða fjármögnuð eiga að styðja við sjálfbærar
lausnir, hringrásarhagkerfi, stafræna þróun og nýsköpun í löndunum. Stuðningur
við Nordic Smart Government er hluti af þessum áætlunum.
Nordic Smart Government miðar að því að gera fyrirtækjum og stofnunum kleift að miðla og sækja viðskipta- og bókhaldsgögn á sjálfvirkan og öruggan hátt í því sem næst rauntíma. Fyrir liggur vegvísir sem varðar þá leið til næstu ára.