Fréttir og tilkynningar


Viðbótarlokunarstyrkur

11.9.2020

Samkvæmt auglýsingum heilbrigðisráðherra nr. 360/2020, 445/2020 og 470/2020, sem birtar voru í Stjórnartíðindum, var tilteknum rekstraraðilum gert að stöðva starfsemi sína lengur en öðrum vegna sóttvarnaraðgerða.  

Sundlaugum, skemmtistöðum, krám, spilasölum og líkamsræktarstöðvum var gert að stöðva starfsemi sína frá 4. maí til annars vegar 18. maí og hins vegar 25. maí 2020, til viðbótar við lokun frá því í mars.

Þeir rekstraraðilar sem gert var að hafa starfsemi sína lokaða samkvæmt nefndum auglýsingum geta sótt um viðbótarlokunarstyrk, sbr. lög þar um nr. 55/2020.

Sótt er um á þjónustuvef Skattsins, www.skattur.is. Ef umsækjandi um viðbótarlokunarstyrk er félag (lögaðili) skráir prókúruhafi sig inn á sína þjónustusíðu og fer þannig inn á svæði félagsins. Sjálfstætt starfandi einstaklingur fer inn í umsóknina í gegnum sína eigin þjónustusíðu.

Umsókn um viðbótarlokunarstyrk þarf að berast eigi síðar en 1. október 2020.  


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum