Breytingar á aðflutningsgjöldum o.fl.
28.12.2020
Breytingar á aðflutningsgjöldum o.fl., vegna tollafgreiðslu vara sem taka gildi 1. janúar 2021.
Varðar m.a. innflytjendur, útflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar.
Almennt gildir að breytingarnar taka til allra vara sem ótollafgreiddar eru 1. janúar 2021 nema annað sé tekið fram.
Nefnd kolefnisgjöld verða þessi:
K2 Kolefnisgjald. Gas- og díselolía: 11,75 kr./lítra
K3 Kolefnisgjald. Bensín: 10,25 kr./lítra
K5 Kolefnisgjald. Brennsluolía: 14,45 kr./kg.
K6 Kolefnisgjald. Jarðolíugas og annað loftkennt kolvatnsefni: 12,85 kr./kg.
Heimild: 1. gr. laga nr. 133/2020 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2021.
Gjaldið verður:
LB Vörugjald af bensíni: 29,45 kr./lítra
Heimild: 5. gr. laga nr. 133/2020 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2021.
Gjöldin verða:
C1 Blýlaust bensín: 47,50 kr./lítra
C2 Annað en blýlaust bensín: 50,35 kr./lítra
Heimild: 6. gr. laga nr. 133/2020 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2021.
C3 Olíugjald á gas- og dísilolíu og ennfremur á steinolíu til ökutækja: 66,00 kr./lítra
Heimild: 7. gr. laga nr. 133/2020 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2021.
Áfengisgjöld verða:
VX Áfengisgjald – Öl o.fl.: 128,80 kr./cl. af vínanda umfr. 2,25%
VY Áfengisgjald – Vín: 117,30 kr./cl. af vínanda umfr. 2,25%
VZ Áfengisgjald – Annað áfengi: 158,75 kr./cl. af vínanda umfr. 0%
Heimild: 2. gr. laga nr. 133/2020 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2021.
Tóbaksgjöld verða:
T1 Tóbaksgjald – vindlingar: 664,25 kr. á hvern pakka; 20 vindlingar
T2 Tóbaksgjald – annað tóbak: 36,90 kr./gramm
Heimild: 4. gr. laga nr. 133/2020 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2021.
Heimild: Lög nr. 89/2020 um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun, nr. 160/2011, með síðari breytingum (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara).
Þessar breytingar eru skv. 32.-35. gr. laga nr. 133/2020 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2021 og breyta lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. a.
BV Í stað 15 kr./kg. kemur: 22 kr./kg.
Eftirfarandi breytingar verða á viðauka IV við lögin:
BL Í stað 40,00 kr./kg. kemur hvarvetna: 50,00 kr./kg.
BL Í stað 0,70 kr./kg. í tollskrárnúmerinu 2710.1940 kemur: 0,90 kr./kg.
Eftirfarandi breytingar verða á viðauka XII við lögin:
BD Í stað „360,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 3707.9020 kemur: 480,00 kr./kg.
BD Í stað „600,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 3707.9031 kemur: 800,00 kr./kg.
BD Í stað „1.200,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 3707.9032 kemur: 1.600,00 kr./kg.
BD Í stað „1.440,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 3707.9033 kemur: 1.920,00 kr./kg.
BD Í stað „1.920,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 3707.9034 kemur: 2.560,00 kr./kg.
BD Í stað „2.880,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 3707.9035 kemur: 3.840,00 kr./kg.
BD Í stað „2.880,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 3707.9099 kemur: 3.840,00 kr./kg.
Eftirfarandi breyting verður á viðauka XIV við lögin:
BI Í stað „8,00 kr./kg“ í viðauka XIV við lögin kemur hvarvetna: 18,00 kr./kg.
Gjaldið hækkar. Taxti gjalds er mismunandi eftir tollskrárnúmerum.
Heimild: 13. gr. laga nr. 129/2009 um umhverfis- og auðlindaskatta og ákvæði til bráðabirgða II sömu laga.
8704.9013, 8704.9014, 8704.9016 og 8704.9018.
Heimild: 13. gr. laga nr. 140/2020 um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (tryggingagjald o.fl.).
Ný undanþáguheimild tekur gildi 1. janúar 2021: VSKLF undanþágukóði, niðurfelling á virðisaukaskatti við innflutning á lyfjum sem gefin eru ríkinu eða stofnunum þess til nota við meðferð sjúklinga á heilbrigðisstofnunum.
Heimild: 5. gr. laga nr. 141/2020 um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, lögum um fjársýsluskatt, lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um tryggingagjald.
Ný undanþáguheimild tekur gildi 1. janúar 2021: LÖT32 undanþágukóði, lækkun á vörugjaldi á ökutæki til vöruflutninga í atvinnuskyni sem eingöngu eru knúin metani eða metanóli.
Heimild: 13. gr. laga nr. 140/2020 um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (tryggingagjald o.fl.).
LÖT31 undanþágukóði, lækkun á skráðri CO2 losun húsbifreiða, framlengd og gildir út árið 2021.
Heimild: 14. gr. laga nr. 140/2020 um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (tryggingagjald o.fl.).
VSKTE undanþágukóði, lækkun virðisaukaskatts vegna innflutnings á tengiltvinnbifreiðum. Hámark niðurfellingar, kr. 960.000, framlengd og gildir út árið 2021. Jafnframt eru hámörk CO2 losunar tengiltvinnbifreiða, skv. 2. tl. 6. mgr. bráðabirgðaákvæðis XXIV um skilyrði undanþágu, lækkuð.
Heimild: 39. gr. laga nr. 133/2020 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2021 og 4. gr. laga nr. 141/2020 um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, lögum um fjársýsluskatt, lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um tryggingagjald.
Undanþáguheimild felld úr gildi: L1034 undanþágukóði, flutningsjöfnunargjöld á olíuvörum, fellur úr gildi, sbr. lið 7 hér ofar.
Samningurinn tekur gildi um áramót. Kódi tegundar tolls er YQ og landakódi GB, Stóra Bretland (Great Britain). Stofna þarf YQ tegund tolls (kóða) í tollskýrslugerðarhugbúnaði. Jafnframt verður að fella landakóðann GB úr gildi á E og B tegundum tolls, þ.e. ekki er hægt að óska eftir ívilnun E og B (tegund tolls) á vörur með upprunaland GB frá og með 1. janúar 2021 (nánari upplýsingar eru í frétt á vef Skattsins).
Óheimilt verður að nota tilvísunina "EESVARA" með leyfiskóðanum "MST" við innflutning tiltekinna vara með upprunaland GB (sjá nánar um innflutning matvæla frá EES-svæðinu og vef Matvælastofnunar).
Samningurinn tók gildi 1. nóvember 2020. Kódi tegundar tolls er YS og landakódi EC, Ekvador. Stofna þarf YS tegund tolls (kóða) í tollskýrslugerðarhugbúnaði.
Breytingin er skv. auglýsingu nr. 149/2020 um breyting á viðauka I við tollalög nr. 88/2005, m.s.br. (A-deild Stjórnartíðinda).
Reglugerð nr. 1321/2020 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum og unnum kjötvörum frá Bretlandi.
Birt 22. desember 2020.
Gildir frá 1. janúar 2021 til 31. desember 2021.
Reglugerð nr. 1322/2020 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum frá Noregi.
Birt 22. desember 2020.
Gildir frá 1. janúar 2021 til 31. desember 2021.
Reglugerð nr. 1323/2020 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins.
Birt 22. desember 2020.
Gildir frá 1. janúar 2021 til 30. apríl 2021.
Reglugerð nr. 1324/2020 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum, trjám o.fl.
Birt 22. desember 2020.
Gildir frá 1. janúar 2021 til 31. desember 2021.
Vegna breytinga á gjöldum og tölvuvinnslu verður lokað fyrir sjálfvirka EDI/VEF-tollafgreiðslu hjá Skattinum frá kl. 14:00 hinn 31. desember 2020 til kl. 12:00 hinn 2. janúar 2021.
Ábendingar
Útflutningur - Í útflutningsskýrslu skal nota tollskrárnúmer, skilmála þess og tollafgreiðslugengi sem í gildi er tollafgreiðsludag útflutningsskýrslunnar, en þó skal aldrei miða við nýrri dag en brottfarardag vörusendingar frá Íslandi, sem útflutningsskýrslan tekur til. Sama gildir þegar leiðrétta eða breyta þarf útflutningsskýrslum eftir tollafgreiðslu.
Innflutningur - Þegar leiðrétta eða breyta þarf aðflutningsskýrslum vegna þegar tollafgreiddra innfluttra vörusendinga, t.d. vegna of- eða vangreiddra gjalda, þá bera þær leiðréttingar aðflutningsgjöld skv. tollskrá, lögum og reglugerðum sem í gildi voru tollafgreiðsludaginn eða e.a. bráðabirgðatollafgreiðsludaginn og nota skal tollafgreiðslugengi þess dags. Tollskrárnúmer, skilmálar þeirra, gjöld og tollafgreiðslugengi innfluttra hraðsendinga miðast við þann dag þegar tollgæsla veitti leyfi til að afhenda sendinguna innanlands (langoftast komudagur sendingar til landsins).
Á vef Skattsins má skoða annars vegar tegundir tolla og hins vegar önnur aðflutningsgjöld og taxta þeirra fyrir og eftir 1. janúar með því að velja viðeigandi viðmiðunardagsetningu. Ennfremur fást upplýsingar um tollskrárnúmer, tolla og gjöld á þeim o.fl. í tollskránni á vef Skattsins.