Fréttir og tilkynningar


Breytingar á greiðslufresti aðflutningsgjalda og gjalddögum vegna ársins 2021

7.12.2020

Frá 1. maí 2020 hefur verið í gildi tímabundið lengri greiðslufrestur á aðflutningsgjöldum (sk. tollkrít). Frá og með 1. janúar 2021 taka fyrri reglur um greiðslufrest og gjalddaga aðflutningsgjalda gildi.

Innflytjendur og tollmiðlarar með SMT/EDI tollafgreiðslukerfi eru hvattir til að hafa samband við sína þjónustuaðila (eða e.a. tölvudeild eigin fyrirtækis) vegna breytinganna.

Frá og með 1. janúar 2021 verður neðangreindur skuldfærslukóði sendur aftur í CUSTAR skeytum:

S2 kóði, almenna skuldfærslureglan:
Uppgjörstímabil er tveir mánuðir, janúar-febrúar, mars-apríl o.s.frv.
Eindagi gjalds sem skuldfært er skv. þessari reglu er 15. næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
Dæmi: Eindagi jan-feb 2021 tímabils er 15. mars 2021

Yfirlit yfir skuldfærslureglur, uppgjörstímabil og eindaga aðflutningsgjalda árið 2021


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum