Endurgreiðslur á virðisaukaskatti til einstaklinga
Að gefnu tilefni skal tekið fram að umsóknir um endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna kostnaðar við bílaviðgerðir, heimilisaðstoð og annars kostnaðar sem samþykktar voru með lögum nr. 25/2020 eru ekki tilbúnar.
Unnið er að því að breyta umsókn um
endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu manna á byggingarstað, RSK 10.18,
þannig að hún taki einnig til nýsamþykktra endurgreiðslna. Auk þess mun umsókn
breytast vegna hækkunar á endurgreiðsluhlutfalli úr 60% í 100% vegna vinnu
manna á byggingarstað.
Um leið og umsóknin verður tilbúin verður það tilkynnt með frétt á vef Skattsins.