Fréttir og tilkynningar


Vanrækt að standa skil á virðisaukaskatti að fjárhæð 15 milljónum króna – Sekt dæmd 43 milljónir

27.10.2020

Einstaklingur hefur verið dæmdur til greiðslu sektar að fjárhæð 43 milljónir og átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára.

Viðkomandi vanrækti að standa skil á virðisaukaskattsskýrslum og stóð skil á efnislega rangri virðisaukaskattsskýrslu á tæplega tveggja ára tímabili, færði ekki bókhald né varðveitti bókhaldsgögn. Þá var viðkomandi ákærður fyrir peningaþvætti vegna ávinnings af brotunum. Taldi viðkomandi að dæma mætti lægri fjárhæð í málinu þar sem bókhaldsgögn hefðu glatast, en hefðu þau verið tiltæk hefði verið hægt að koma á leiðréttingum við skattyfirvöld. Ekki var fallist á þetta og væri það á ábyrgð hans að varðveita bókhaldsgögnin lögum samkvæmt, að það hefði ekki verið gert kæmi ekki til refsilækkunar. Þá breyti engu að líkur standi til að greiðsla komi upp í kröfur vegna brotanna. Fjárhæðin sem skotið var undan nam tæplega 15 milljónum króna. Samkvæmt dómaframkvæmd í sambærilegum málum hafa sektir verið ákveðnar þreföld sú fjárhæð sem skattþegi hefur komið sér hjá að greiða. Sektarfjárhæð var því dæmd 43 milljónir.

Dómur héraðsdóms Reykjaness 23. október 2020 í máli nr. S/1818/2020


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum