Fréttir og tilkynningar


Upplýsingar um Samherjamál

26.2.2020

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað að samskipti Skattsins (áður RSK) og Skattrannsóknarstjóra varðandi rannsókn á svokölluðu Samherjamáli séu ekki undanþegin upplýsingarétti nema að litlum hluta.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið synjaði beiðni fréttamanns um aðgang að gögnum er vörðuðu samskiptin að höfðu samráði við embættin.

Talið var að gögnin hefðu að geyma upplýsingar sem vörðuðu mikilvæga virka viðskiptahagsmuni lögaðila, upplýsingar um mögulega rannsókn sakamáls auk upplýsinga um fyrirhugaðar ráðstafanir sem mögulega skili ekki tilætluðum árangri séu þær á vitorði almennings. Úrskurðarnefndin taldi að upplýsingarnar (sem kæmu fram) þyrftu ekki að fara leynt nema upplýsingar um fyrirhugaðar aðgerðir í tengslum við skipulag á fyrirhugaðri rannsókn tiltekins sakamáls enda væru líkur á því að árangur aðgerðanna spilltist yrðu upplýsingarnar gerðar opinberar.

Ráðuneytinu ber því að afhenda fréttamanninum gögnin að undanskyldum tilgreindum töluliðum í minnisblöðum beggja stofnana.

https://www.stjornarradid.is/gogn/urskurdir-og-alit-/stakur-urskurdur/2020/02/25/874-2020.-Urskurdur-fra-14.-februar-2020/


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum