Fréttir og tilkynningar


Stuðningur vegna launa á uppsagnarfresti – laun í ágúst 2020

11.9.2020

Þeim rekstraraðilum sem ætla að sækja um stuðning vegna hluta launakostnaðar í ágúst er bent á að umsóknarfrestur rennur út 21. september n.k. þar sem 20. september ber upp á sunnudag. 

Skilyrði er að staðgreiðslu launamanna hafi verið skilað vegna ágústlauna og er eindagi hennar 15. september n.k. Til að forðast tafir á afgreiðslu umsókna er rekstraraðilum bent á að gera skil á staðgreiðslu eins fljótt og auðið er.

Rétt er að ítreka að umsóknarferlið er í þremur skrefum fyrir hvern almanaksmánuð; 1) skrá allar forsendur fyrir hvern launamann sem um ræðir, 2) stofna umsókn með rafrænum skilríkjum og 3) staðfesta/undirrita umsókn með rafrænum skilríkjum og senda til afgreiðslu hjá Skattinum.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum