Fréttir og tilkynningar


Breytingar á aðflutningsgjöldum o.fl. (uppfært)

9.1.2020

Breytingar á aðflutningsgjöldum o.fl., vegna tollafgreiðslu vara sem taka gildi 1. janúar 2020.
Varðar m.a. innflytjendur, útflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar.

Almennt gildir að breytingarnar taka til allra vara sem ótollafgreiddar eru 1. janúar 2020 nema annað sé tekið fram.

1. Kolefnisgjöld á eldsneyti, K* gjöld

Nefnd kolefnisgjöld verða þessi:
K2 Kolefnisgjald. Gas- og díselolía: 11,45 kr./lítra
K3 Kolefnisgjald. Bensín: 10,00 kr./lítra
K5 Kolefnisgjald. Brennsluolía: 14,10 kr./kg.
K6 Kolefnisgjald. Jarðolíugas og annað loftkennt kolvatnsefni: 12,55 kr./kg.
Heimild: 1. gr. laga nr. 138/2018 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2019.

2. Vörugjald af bensíni, LB gjald

Gjaldið verður:
LB Vörugjald af bensíni: 28,75 kr./lítra
Heimild: 4. gr. laga nr. 135/2019 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020.

3. Sérstakt vörugjald af eldsneyti, C1 og C2 gjöld

Gjöldin verða:
C1 Blýlaust bensín: 46,35 kr./lítra
C2 Annað en blýlaust bensín: 49,10 kr./lítra
Heimild: 5. gr. laga nr. 135/2019 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020.

4. Olíugjald, C3 gjald

C3 Olíugjald á gas- og dísilolíu og ennfremur á steinolíu til ökutækja: 64,40 kr./lítra
Heimild: 6. gr. laga nr. 135/2019 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020.

5. Áfengisgjöld, VX, VY og VZ

Áfengisgjöld verða:
VX Áfengisgjald – Öl o.fl.: 125,65 kr./cl. af vínanda umfr. 2,25%
VY Áfengisgjald – Vín: 114,45 kr./cl. af vínanda umfr. 2,25%
VZ Áfengisgjald – Annað áfengi: 154,90 kr./cl. af vínanda umfr. 0%
Heimild: 1. gr. laga nr. 135/2019 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020.

6. Tóbaksgjöld, innflutningur til einkanota, T1 og T2

Tóbaksgjöld verða:
T1 Tóbaksgjald – vindlingar: 648,05 kr. á hvern pakka; 20 vindlingar
T2 Tóbaksgjald – annað tóbak: 36,00 kr./gramm; grömm í lítrareit vörulínu í ebl. E1
Heimild: 3. gr. laga nr. 135/2019 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020.

7. Flutningsjöfnunargjöld á olíuvörum (eldsneyti), J* gjöld

Gjöldin verða þessi:
J1 Bifreiðabensín: 0,50 kr. á lítra
J2 Flugsteinolía (þotueldsneyti): 0,15 kr. á lítra
J3 Gasolía: 0,75 kr. á lítra
J4 Flugvélabensín: 0,10 kr. á lítra
J5 Aðrar olíur og blöndur til brennslu: 0,05 kr. á kg.
Heimild: Auglýsing nr. 1219/2019 um flutningsjöfnunargjald á olíuvörum

8. Úrvinnslugjöld, B* gjöld

Þessar breytingar eru skv. 28.-35. gr. laga nr. 135/2019 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020 og breyta lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. a.
BX Í stað 16,00 kr./kg. kemur: 28 kr./kg.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka I við lögin:
BP Í stað 16,00 kr./kg. kemur: 28,00 kr./kg.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka IV við lögin:
BL Í stað 35,00 kr./kg. kemur hvarvetna: 40,00 kr./kg.
BL Í stað 0,20 kr./kg. í tollskrárnúmerinu 2710.1940 kemur: 0,70 kr./kg.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka VII við lögin:
BJ Í stað 5,00 kr./kg. kemur hvarvetna: 8,00 kr./kg.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka VIII við lögin:
BE Í stað 38,00 kr./kg. kemur hvarvetna: 42,00 kr./kg.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka IX við lögin:
BT Í stað 25,00 kr./kg. kemur hvarvetna: 40,00 kr./kg.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka XIV við lögin:
BI Í stað 3,00 kr./kg. kemur hvarvetna: 8,00 kr./kg.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka XIX við lögin:
BU Í stað 16,00 kr./kg. kemur hvarvetna: 30,00 kr./kg.
BU Í stað 25,00 kr./kg. kemur hvarvetna: 55,00 kr./kg.
BU Í stað 11,00 kr./kg. í tollskrárnúmerum 8543.9001 og 8543.9002 kemur: 30,00 kr./kg.
BU Í stað 130,00 kr./kg. kemur hvarvetna: 70,00 kr./kg.

9. Nýtt gjald á flúoraðar gróðurhúsalofttegundir, FL gjald (kr./kg.)

Nýtt gjald á flúoraðar gróðurhúsalofttegundir, FL gjald, sem er kr. á kg. vörunnar tekur gildi 1. janúar 2020. Taxti gjalds er mismunandi eftir tollskrárnúmerum. Stofna þarf FL gjaldakóða í tollskýrslugerðarhugbúnaði. Gjaldið leggst á nettóþyngd, kg. í viðeigandi reit í tollskýrslu.
Athygli er vakin á nýju bráðabirgðaákvæði skv. 38. gr. sem felur í sér að á árinu 2020 skal greiða helming þeirra fjárhæða sem tilteknar eru í 37. gr.
Heimild: 37. gr. laga nr. 135/2019 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020.

10. Nýr leyfis- og skjalalykill - FLU

Í CUSDOR skeyti (EDI skeyti), beiðni send innflytjanda eða tollmiðlara um að senda tiltekin tollskjöl aðflutningsskýrslu til Tollstjóra, er tekinn upp nýr skjalakóði: FLU Leyfi Umhverfisstofnunar.
Í tollskýrslugerðarhugbúnaði þarf að stofna:

  • FLU leyfislykilinn í skrá/töflu, sem notuð er vegna viðeigandi reits fyrir leyfi og vottorð í tollskýrslu - Skrá skal lykilinn ásamt tilvísun í einkvæmt leyfisnúmer útgefið af Umhverfisstofnun, sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 1066/2019 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir.
  • FLU lykilinn sem skjalakóða er komið getur í CUSDOR skeyti; bara FLU leyfislykillinn sjálfur er sendur í skeytinu, en túlka þarf leyfislykilinn í textann: Leyfi Umhverfisstofnunar.

11. Nýjar undanþáguheimildir

Nýjar undanþáguheimildir taka gildi 1. janúar 2020
11.1. Undanþáguheimild, VSKRB undanþágukóði, lækkun virðisaukaskatts af rafmagnsbifhjólum.
11.2. Undanþáguheimild, VSKVB undanþágukóði, lækkun virðisaukaskatts af vetnisbifhjólum.
11.3. Undanþáguheimild, VSKLB undanþágukóði, lækkun virðisaukaskatts af léttum rafmagnsbifhjólum
11.4. Undanþáguheimild, VSKRH undanþágukóði, lækkun virðisaukaskatts af rafmagnsreiðhjólum
11.5. Undanþáguheimild, VSKRE undanþágukóði, lækkun virðisaukaskatts af reiðhjólum
Heimild: 1. gr. laga nr. 154/2019 um breytingu á lögum um virðisaukaskatt og lögum um tekjuskatt (vistvæn ökutæki o.fl.)

Vörur sem áður féllu undir undanþáguheimild, VSKUÞ undanþágukóði, lækkun virðisaukaskatts við innflutning skv. 1. og 2. tölulið 39. gr. reglugerðar nr. 630/2008, falla undir neðangreindar undanþáguheimildir frá og með 1. janúar 2020:
11.6. Undanþáguheimild, VSKSK undanþágukódi, lækkun virðisaukaskatts af skipum og bátum skv. 1. tl. 39. gr. reglugerðar 630/2008
11.7. Undanþáguheimild, VSKFL undanþágukódi, lækkun virðisaukaskatts af loftförum skv. 1. tl. 39. gr. reglugerðar 630/2008
11.8. Undanþáguheimild, VSKLI undanþágukódi, lækkun virðisaukaskatts af listaverkum skv. 2. tl. 39. gr. reglugerðar 630/2008
Heimild: 12. gr. og 36. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt

12. Fríverslunarsamningur EFTA og Filippseyja, YR tegund tolls

Fríverslunarsamningurinn tekur gildi um áramót. Kódi tegundar tolls er YR og landakódi PH, Filippseyjar. Stofna þarf YR tegund tolls (kóða) í tollskýrslugerðarhugbúnaði. Allar nánari upplýsingar eru í þessari frétt á vef Tollstjóra.

13. UPPFÆRT 31.12.2019 - Fríverslunarsamningur Íslands og Færeyja, V tegund tolls, EKKI felldur úr gildi

Færeyska Lögþingið ákvað hinn 27. desember 2019 að draga til baka áður boðaða uppsögn fríverslunarsamningsins (Hoyvíkur-samningurinn) - sjá Utanríkisráðuneytið.
V-tollur hafði áður verið felldur niður í tollskrá tollakerfis frá og með 1. janúar 2020 og kemur því ekki fram í tollskrárlyklum sem voru gefnir út 27. desember. Nýir og uppfærðir tollskrárklyklar (með V-tolli) til að nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði verða aðgengilegir hér á vef Tollstjóra 6. janúar 2020.

14. Breyting á tollskrá

Breytingin er skv. auglýsingu nr. 134/2019 um breyting á viðauka I við tollalög nr. 88/2005, m.s.br. (A-deild Stjórnartíðinda). Breytingarnar eru umfangsmiklar en varða inn- og útflytjendur mismikið.

15. Reglugerðir um tollkvóta

Reglugerð nr. 1076/2019 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum, trjám o.fl.
Birt 3. desember 2019.
Gildir frá 1. janúar 2020 til 31. desember 2020.

Reglugerð nr. 1075/2019 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum frá Noregi.
Birt 3. desember 2019.
Gildir frá 1. janúar 2020 til 31. desember 2020.

16. UPPFÆRT 09.01.2020 - Breyting á úthlutun tollkvóta og lækkun tolla skv. viðauka V

Úthlutunartímabil tollkvóta fyrir tilteknar árstíðarbundnar vörur sem falla undir viðauka IVA, IVB og V við tollalög verður fast árlega, sbr. 2. gr. laga nr. 152/2019 um breytingu á búvörulögum og tollalögum (úthlutun tollkvóta). Einnig kveða lögin á um að vörur skv. 2. gr. laganna skuli bera toll skv. viðauka V við tollalög, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. sömu laga (viðauki V er birtur í 8. gr. laga nr. 160/2012).
Nýir og uppfærðir tollskrárklyklar til að nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði verða aðgengilegir hér á vef Tollstjóra 9. janúar 2020.
Sérstaklega er bent á að nauðsynlegt er að sækja einnig svokallaða hlutfallstöflu BV og BX úrvinnslugjalda af pappa, pappírs- og plastumbúðum. Sjá nánar vefsíðu tollskrárlykla.

17. Breyting á innflutningi matvæla

Þann 1. janúar 2020 taka gildi breytingar á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993 ásamt nýjum reglugerðum er varða innflutning á matvælum. Sjá nánar frétt á vef Tollstjóra.

18. Sameining tollstjóra og ríkisskattstjóra

Þann 1. janúar næstkomandi sameinast embætti tollstjóra og ríkisskattstjóra undir nafninu Skatturinn. Sjá frétt á vef Tollstjóra.

19. Lokun á sjálfvirkri EDI/VEF-tollafgreiðslu

Vegna breytinga á gjöldum og tölvuvinnslu verður lokað fyrir sjálfvirka EDI/VEF-tollafgreiðslu hjá Tollstjóra frá kl. 14:00 hinn 31. desember 2019 til kl. 12:00 hinn 2. janúar 2020.

20. Tollskrárlyklar til nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði

Tollskrárlyklar (bæði vegna innflutnings og útflutnings), sem taka gildi 1. janúar 2020, verða aðgengilegir hér á vef Tollstjóra 27. desember 2019.
Sérstaklega er bent á að nauðsynlegt er að sækja einnig svokallaða hlutfallstöflu BV og BX úrvinnslugjalda af pappa, pappírs- og plastumbúðum. Sjá nánar vefsíðu tollskrárlykla.

Ábendingar

Útflutningur - Í útflutningsskýrslu skal nota tollskrárnúmer, skilmála þess og tollafgreiðslugengi sem í gildi er tollafgreiðsludag útflutningsskýrslunnar, en þó skal aldrei miða við nýrri dag en brottfarardag vörusendingar frá Íslandi, sem útflutningsskýrslan tekur til. Sama gildir þegar leiðrétta eða breyta þarf útflutningsskýrslum eftir tollafgreiðslu.
Innflutningur - Þegar leiðrétta eða breyta þarf aðflutningsskýrslum vegna þegar tollafgreiddra innfluttra vörusendinga, t.d. vegna of- eða vangreiddra gjalda, þá bera þær leiðréttingar aðflutningsgjöld skv. tollskrá, lögum og reglugerðum sem í gildi voru tollafgreiðsludaginn eða e.a. bráðabirgðatollafgreiðsludaginn og nota skal tollafgreiðslugengi þess dags. Tollskrárnúmer, skilmálar þeirra, gjöld og tollafgreiðslugengi innfluttra hraðsendinga miðast við þann dag þegar tollgæsla veitti leyfi til að afhenda sendinguna innanlands (langoftast komudagur sendingar til landsins).

Á vef Tollstjóra má skoða annars vegar tegundir tolla og hins vegar önnur aðflutningsgjöld og taxta þeirra fyrir og eftir 1. janúar með því að velja viðeigandi viðmiðunardagsetningu. Ennfremur fást upplýsingar um tollskrárnúmer, tolla og gjöld á þeim o.fl. í tollskránni á vef Tollstjóra.

Nánari upplýsingar

Um tæknilega framkvæmd: Rekstrar- og upplýsingatæknisvið Tollstjóra
ut[hja]tollur.is eða þjónustuvakt.
Um tollamál og tollafgreiðslu: Þjónustuver Tollasviðs Tollstjóra, sími 442 1000


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum