Fréttir og tilkynningar


Aukið eftirlit og rannsóknir á skattundanskotum efldar með nýju frumvarpi

5.11.2020

Fjármála- og efnahagsráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum er varða rannsókn og saksókn í skattalagabrotum. 

Í frumvarpinu er lagt til að embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins verði sérstök eining innan Skattsins, sem sameinist embætti ríkisskattstjóra. Til viðbótar felast í frumvarpinu ýmsar tillögur um að skýra nánar fyrirkomulag rannsóknar í kjölfar skattalagabrota sem eiga að stuðla að því að gera kerfið gagnsærra og skilvirkara. Er þar reynt að styrkja réttaröryggi einstaklinga við rannsókn skattalagabrota og er einkum horft til styttingar málsmeðferðartíma og einföldunar málsmeðferðar. Meðal tillagna er að útiloka að álagi verði beitt samhliða stjórnvaldssektum eða refsingum vegna skattalagabrota.

Frumvarpið hefur nú verið birt í samráðsgáttinni og er frestur til að skila inn umsögnum til 16. nóvember. Ef frumvarpið verður að lögum er gert ráð fyrir að sameiningin taki gildi 1. janúar 2021.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum