Fréttir og tilkynningar


Innleiðing nýrrar tegundar tollskýrslu á Íslandi

16.10.2020

Vakin er athygli inn- og útflytjenda sem senda tollskýrslur til tollafgreiðslu hjá Skattinum úr viðskiptakerfum sínum með EDI samskiptum (SMT tollafgreiðsla) á að unnið er að innleiðingu nýrrar tegundar tollskýrslu á Íslandi, svokallaðrar SAD tollskýrslu.

Á undanförnum árum hefur verið unnið að smíði og innleiðingu nýs tollakerfis . Kerfið er nú þegar í rekstri en innleiðing þess er gerð í áföngum. Hlutar eldra tollakerfis verða reknir samhliða þar til innleiðingu þeirra í nýtt kerfi verður að fullu lokið.

Nýja skýrslan er sama form tollskýrslu og notað er á EES svæðinu og víðar og nefnist SAD eða Single Administrative Document.

  • Á síðasta ári var nýtt veftollafgreiðslukerfi fyrir smærri innflytjendur opnað en allar innflutnings tollskýrslur úr því eru á þessu nýja SAD formi.
  • Nýtt tollalínukerfi sem veitir inn- og útflytjendum aðgang að gögnum sínum í tollkerfum Skattsins var jafnframt gangsett á árinu 2019.
  • Tilraunaverkefni er í gangi með einum tollmiðlara sem sendir nú þegar innflutningsskýrslur á SAD formi með EDI samskiptum.
  • Stefnt er að því að innleiðing SAD skýrslu með EDI samskiptum hefjist í ársbyrjun 2021 og verði að fullu lokið á því ári. Fyrst innflutningur og síðan útflutningur.

Framleiðendur og seljendur hugbúnaðar til tollskýrslugerðar munu uppfæra hugbúnað sem þeir þjónusta og selja í samráði við viðskiptavini sína.

Notendur veftollafgreiðslukerfis Skattsins senda núna SAD skýrslur og þurfa því ekkert að gera.

Sjá einnig:

Upplýsingar og leiðbeiningar um SAD tollskýrslu.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum