Fréttir og tilkynningar


14 mánaða fangelsi og 96 milljóna króna sekt

30.12.2020

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í 14 mánaða fangelsi og til greiðslu sektar að fjárhæð 96 milljónir króna.

Sakarefnin voru brot á lögum um virðisaukaskatt, tekjuskatt, lög um bókhald og peningaþvætti með því að hafa nýtt ávinninginn af skattalagabrotunum í eigin þágu. Vangoldinn virðisaukaskattur var um tvær milljónir króna en vangreiddur tekjuskattur og útsvar um 30 milljónir. Þar sem maðurinn var á skilorði vegna fyrri brota, m.a. brota á lögum um virðisaukaskatt og bókhald, var sá hluti tekinn upp og manninum auk þess dæmdur hegningarauki, alls 14 mánuðir.

Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 2. desember 2020 í máli nr. S-1658/2020


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum