Fréttir og tilkynningar


Frestun á greiðslu tekjuskatts lögaðila

2.11.2020

Heimilt er að sækja um frestun greiðslu tekjuskatts samkvæmt álagningu 2020, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Sótt er um frestun á þjónustusíðu lögaðilans og er umsóknarfrestur til 10. nóvember nk. 

Heimildin nær til eftirfarandi lögaðila:

  • Hlutafélög (hf)
  • Einkahlutafélög (ehf)
  • Samlagshlutafélög sem eru sjálfstæðir skattaðilar, 
  • Gagnkvæm vátryggingar- og ábyrgðarfélög
  • Kaupfélög, önnur samvinnufélög og samvinnufélagasambönd 

Hámarksfjárhæð sem heimilt er að fresta greiðslu á er 20.000.000 kr., eða fjárhæð sem nemur álögðum tekjuskatti ársins 2020 sé hún lægri. Uppfylla þarf tiltekin skilyrði til að frestun sé heimil.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar

Opna þjónustuvef Skattsins


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum