Fréttir og tilkynningar


Undandreginn skattur 1,6 milljón, en brotið framið með sérstaklega vítaverðum hætti

12.2.2020

Maður hefur í Landsrétti verið dæmdur til að greiða 4.900.000 króna sekt í ríkissjóð og skilorðbundið fangelsi til tveggja ára fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og bókhaldsbrot í rekstri einkahlutafélags á árinu 2015.

Upphæðin sem um ræðir var 1.630.417 krónur. Maðurinn hafði áður verið dæmdur til sömu refsingar í héraðsdómi en ákvað að áfrýja dómnum til Landsréttar þar sem hann taldi brot sín ekki meiriháttar. Landsréttur féllst ekki á þá málsvörn og taldi að maðurinn hefði framið brot sitt með sérstaklega vítaverðum hætti sem yki á saknæmi þess, sbr. 262 gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Sannað var með játningu og það fékk stoð í gögnum málsins að hann stóð skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum með því að færa tilhæfulausa kostnaðarreikninga og tví-og þrífæra kostnaðarreikninga í bókhald einkahlutafélagsins sem daglegur stjórnandi þess og prókúruhafi.

Dómur Landsréttar 7. febrúar 2020 í máli nr. 115/2019


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum