Sóknaráætlun Nordic Smart Government í samráðsgátt
Nú þegar líður nær lokum þriðja fasa verkefnisins Nordic Smart Government eru afurðir þess að líta dagsins ljós.
Ein sú mikilvægasta er sóknaráætlunin en í henni er m.a. að finna tillögur að aðgerðum til að raungera framtíðarsýn Nordic Smart Government. Sóknaráætlunin er enn í drögum en tímabært að fá rýni hagaðila svo betrumbæta megi hana fyrir skil. Sóknaráætlunin er því komin í opið samráð í Samráðsgáttina.
Frestur til að skrifa álit og gera athugasemdir er til 1. maí nk.