Fréttir og tilkynningar


Góður gangur í framtalsskilum

11.3.2020

Í gær var síðasti skiladagur almennra skattframtala einstaklinga og höfðu þá ríflega 182.000 skilað inn framtali sem eru tæplega 60% þeirra sem eru á skattgrunnskrá og þurfa að gera skil. 

Framtalsfrestur er til 10. marsUm 58 þúsund framteljendur sóttu um frest til að skila síðar og er sá frestur til 13. mars, en það er á föstudaginn. Framtalsskil eru betri en þau voru á sama tíma 2019 en þá voru skilin einnig mjög góð og höfðu aukist umtalsvert milli ára.

Endurskoðendur, bókarar og aðrir fagaðilar hafa frest fram í apríl til að skila skattframtölum fyrir viðskiptavini sína. Fresturinn er mis langur eftir því hvort um er að ræða einstakling sem stundar atvinnurekstur eða ekki, þ.e. til 14. apríl vegna þeirra fyrrnefndu og 22. apríl vegna þeirra síðarnefndu.

Ef óskað er eftir aðstoð vegna einstakra atriða í framtalsgerðinni er bent á síma 442-1414.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum