Fréttir og tilkynningar


Opnað fyrir framtalsskil 2020 um mánaðamótin

24.2.2020

Opnað verður fyrir framtalsskil 2020, vegna tekna 2019, um mánaðamótin febrúar/mars. Lokaskiladagur er 10. mars nk., en hægt verður að sækja um framlengdan frest til föstudagsins 13. mars.

Framtalið verður aðgengilegt á þjónustuvef Skattsins, www.skattur.is og ber öllum þeim sem náð hafa 16 ára aldri í lok árs 2019 að skila skattframtali og telja fram tekjur sínar og eignir.

Notast þarf við rafræn skilríki til auðkenningar við innskráningu eða veflykil.

Hvernig fæ ég rafræn skilríki?
Rafræn skilríki fyrir ungmenni yngri en 18 ára
Hvar má nálgast týndan veflykil?

Framtalsleiðbeiningar 2020 er tilbúnar og komnar á vefinn. Lendir þú í vandræðum með framtal þitt verður einnig hægt að hafa samband við framtalsaðstoð í síma 442 1414 eða senda fyrirspurnir á netfangið framtal@rsk.is.

Framtalsleiðbeiningar
Hafa samband


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum