Fréttir og tilkynningar


Landsréttur staðfestir peningaþvættisdóm

12.5.2020

Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Reykjavíkur yfir Júlíusi Vífli Ingvarssyni fyrir peningaþvætti en hann var sakfelldur í héraðsdómi síðla árs 2018.

Í dómi Landsréttar kemur fram að hafið væri yfir vafa að sá hluti þeirra fjármuna sem hefðu verið inni á umræddum bankareikningum og ákært væri fyrir, hefði verið ólögmætur ávinningur af skattalagabroti skv. 262. gr. almennra hegningarlaga og það hefði ekki þýðingu að frumbrotið sem ávinningurinn stafaði frá hefði verið fyrnt þegar rannsókn málsins hófst.

Júlíus var dæmur í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, og til greiðslu málsvarnarlauna og áfrýjunarkostnaðar.

Dómur Landsréttar


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum