Fréttir og tilkynningar


Veittur stuðningur á uppsagnarfresti

7.9.2020

Samkvæmt 15. gr. laga nr. 50/2020, um stuðning úr ríkissjóði vegna hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, skal Skatturinn birta opinberlega upplýsingar um hvaða atvinnurekendum hefur verið ákvarðaður stuðningur samkvæmt lögunum.

Listi yfir þá rekstraraðila sem fengið hafa greiddan stuðning vegna launakostnaðar á uppsagnarfresti í maí, júní og júlí 2020 hefur nú verið birtur. Í listanum kemur fram heildarfjárhæð á hvern rekstraraðila fyrir alla umrædda mánuði og eftir atvikum fjöldi þeirra launamanna sem eru á uppsagnarfresti og greitt var vegna.

Listann er hægt að nálgast hér


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum