Fréttir og tilkynningar


106,5 milljóna króna sekt og 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi

23.11.2020

Kona hefur verið dæmd í Landsrétti í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 106,5 milljóna króna sektar fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda, að fjárhæð 53,2 milljónir króna, í rekstri félags þar sem hún sat í stjórn.

Kona hefur verið dæmd í Landsrétti í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 106,5 milljóna króna sektar fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda, að fjárhæð 53,2 milljónir króna, í rekstri félags þar sem hún sat í stjórn. Óumdeilt var að konan var ein skráð í stjórn félagsins um tíma á árinu 2016 en enginn framkvæmdastjóri var þá skráður hjá félaginu. Fyrir dómi hélt konan því fram að hún hefði aldrei verið daglegur stjórnandi og hefði aldrei átt félagið. Hún hefði verið venjulegur skrifstofumaður og þegið laun fyrir störf sín. Framburður hennar um að einhver annar hefði annast daglegan rekstur fékk ekki stoð í gögnum málsins og af framburði vitna var ljóst að svo var ekki. Í lok stjórnarsetu hennar var félagið fært undir stjórn „útfararstjóra“ og hefur sá aðili þegar hlotið dóm fyrir sinn þátt í málinu.


Dómur Landsréttar 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum