Fréttir og tilkynningar


Vel sóttur fundur um einföldun rekstrarumhverfis fyrir atvinnulífið

21.1.2020

Fundur Nordic Smart Government á Íslandi um einföldun rekstrarumhverfis fyrir atvinnulífið á Grand hótel sl. fimmtudag var vel sóttur.

Fundurinn var haldinn í þeim tilgangi að kynna verkefnið og gefa fundargestum kost á að ræða það við norræna verkefnisteymið.

Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, ávarpaði gesti í upphafi fundar í fjarveru Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Í máli hans kom m.a. fram að íslensk stjórnvöld styðja Nordic Smart Government verkefnið af heilum hug enda fellur markmið þess fyllilega að markmiðum ríkisstjórnarinnar um að bæta þjónustu við fyrirtæki og almenning, gera hana skilvirkari og auka ánægju notenda.

Þá kynntu fulltrúar norræna verkefnisteymisins þá sýn sem lagt er upp með í Nordic Smart Government, ávinning hagaðila, þær kröfur sem gera þarf til viðskiptakerfa og fyrstu niðurstöður úr greiningu á lagaumhverfi verkefnisins. Að lokum var fjallað um aðgerðir stjórnvalda og skatts í Finnlandi sem stuðla að því að meginmarkmiði Nordic Smart Government verði náð, þ.e. að viðskipta- og bókhaldsgögn verði gerð aðgengileg fyrirtækjum og stofnunum á sjálfvirkan, snjallan og öruggan hátt í rauntíma.

Glærur fyrirlesara

Myndir frá fundinum 

Upptaka frá fundinum (opnast á youtube)


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum