Breytingasaga: 2019

Fyrirsagnalisti

17.12.2019 : Um innstæður á bankareikningum

Lýsing á kaflanum InnstaedurInnlendar í framtalsgögnum hefur verið uppfærð. Þar kemur nú skýrt fram að skila skuli upplýsingum um alla bankareikninga, þar með talið þá sem ekki eru með innstæðu og engar vaxtatekjur.

13.12.2019 : Skil á framtalsgögnum 2020

Engar breytingar eru á skilum framtalsgagna ársins 2020 vegna tekjuárs 2019. Leiðbeiningar og dæmi hafa verið yfirfarin og uppfærð. Á síðasta ári var högun á lánsnúmeri breytt ásamt því að uppruna auðkenni verður skilyrðislaust að vera einkvæmt innan hvers kafla.

3.1.2019 : Framtalsgögn - breyting

Svæðið UpprunaAudkenni hefur verið stækkað úr 30 stöfum í 50. Þetta er gert til að það rúmi GUID (Globally Unique Identifier). Þessi breyting á við alla kafla framtalsgagna.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum