Breytingasaga: 2021

Fyrirsagnalisti

22.12.2021 : Nýr biðlari fyrir sendingu upplýsinga

Biðlari sá sem notaður er við sendingu á framtalsgögnum, CRS, FATCA og CbC til Skattsins hefur verið uppfærður. Eldri útgáfa er ekki lengur aðgengilega þannig að það þarf að sækja nýjan biðlara áður en sent er. Slóðin á biðlarann er: https://vefur.rsk.is/ws/Framtalsgogn/FramtalsgognVefskil/Login.aspx

27.5.2021 : CRS skil. Umráðendur (Controlling Persons)

Lýsing á hvernig og hvenær tilgreina skal umráðenda reiknings hefur verið endurbætt.Sjá nánar lýsingu á kaflanum ControllingPerson í tæknilýsingunni. https://www.skatturinn.is/fagadilar/hugbunadarhus/crs/


14.4.2021 : Uppfærsla á skilakerfi fjármagnstekjuskatts er komin í rekstur

Skilakerfi fjármagnstekjuskatts í vefþjónustu hefur verið flutt í rekstur. Vakinn er athygli á að slóðinni á vefþjónustuna hefur verið breytt og er núna: https://vefur.rsk.is/ws/stadgreidslafts/skilagrein.svc

Aðrar breytingar sem hafa verið gerðar snúa að skilum vörsluaðila á staðgreiðslu af arði og hafa ekki áhrif á aðra skilaskylda aðila.

Eingöngu fyrir vörsluaðila skráðra hlutabréfa:

Vakin er athygli á að eftir þessa breytingu er gerð krafa um að kennitala hlutafélags (útgefanda) sé tilgreind við skil á staðgreiðslu af arði. Venjulega er undirtegund Hlutabréf tilgreind við skil staðgreiðslu af arði en ef verið er að skila staðgreiðslu af arði fyrir erlent hlutafélag sem ekki er með íslenska kennitölu skal tilgreina undirtegund Erlent félag hlutafé.

13.4.2021 : CRS og FATCA lýsingar uppfærðar

Bætt hefur verið við í inngang lýsinganna lýsingu á vinnslu skila ásamt villuprófunum og fyrirkomulagi endursendinga.

Lýsing á hvenær tilgreina skal umráðanda reiknings (Controlling Person) og hvenær ekki hefur verið bætt í kafla ContollingPerson í CRS lýsingu.

Ekki má hafa FATCA GIIN númer sem hluta af DocRefId í CRS skilum.

Sett hefur verið inn lýsing frá frá IRS á gervi TIN númerum sem nota skal þegar upplýsingar um TIN vantar í kafla AccountHolder í FATCA lýsingu.

Sett hefur verið inn lýsing á uppbyggingu DocRefId (recommended best practices) í kafla Account í FATCA leiðbeiningum.

Villuprófanir hafa verið aðlagaðar eftir því sem við á.

26.3.2021 : Uppfærsla á skilakerfi fjármagnstekjuskatts í prófun

Skilakerfi fjármagnstekjuskatts í vefþjónustu er tilbúið í prófun. Gerð var grein fyrir væntanlegum breytingum í breytingasögu 23.2.2021 og hafa þær nú verið settar í prófunarumhverfi Skattsins. Slóð á prófun breytist og er nú https://vefurp.rsk.is/ws/stadgreidslafts/skilagrein.svc. Nýtt XML snið fyrir skilagrein er hér https://vefurp.rsk.is/ws/stadgreidslafts/schema/ftsskilagrein.xsd

Uppfærslan verður flutt í rekstur fljótlega og um leið verða lýsingar á vef Skattsins uppfærðar. Ný slóð á vefþjónustuna í rekstri verður https://vefur.rsk.is/ws/stadgreidslafts/skilagrein.svc

23.2.2021 : Skil fjármagnstekjuskatts af arði

Frá árinu 2021 er gerð krafa um að skráðir vörsluaðilar hlutabréfa tilgreini kennitölu hlutafélags við skil á staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts af arðgreiðslum (íslenskir aðilar). Eins er gerð krafa um að vörsluaðilar tilgreini kennitölu hlutafélags við skil á upplýsingum um arð aðila sem bera takmarkaða skattskyldu á Íslandi (erlendir aðilar). Skilagreinum sem ekki hafa kennitölu hlutafélags með skilum arðs frá vörsluaðilum verður hafnað. Aðrir aðilar mega tilgreina kennitölu hlutafélags en þurfa þess ekki.

Skilakerfi takmarkaðrar skattskyldu hefur verið uppfært ásamt tæknilýsingu. Kennitala hlutafélags skal vera tilgreind í staki KtHlutafelags.

Skilakerfi fjármagnstekjuskatts verður uppfært í mars en þar verður bætt við tveim kennitölusvæðum:

KennitalaUtgefanda
KennitalaVorsluaðila

Vörsluaðilar skulu tilgreina kennitölu hlutafélags í svæðið KennitalaUtgefanda. Svæðið KennitalaVorsluaðila skal einingis notað af verðbréfamiðstöð og skulu vörsluaðilar skulu sleppa því.

Athugið að við skil á arði af hlutabréfum skal tilgreina allan arð hvort sem viðtakandi er skattskyldur eða undanþeginn skattskyldu.

Undirkafli Fjarmagnstekjur mun líta svona út eftir uppfærslu:

<xs:element name="Fjarmagnstekjur">
<xs:complexType>
<xs:sequence>
<xs:element name="UpprunaAudkenni" type="TegString_1_30"/>
<xs:element name="Tegund" type="TegTegund"/>
<xs:element name="Undirtegund" type="TegUndirtegund"/>
<xs:element name="Skattprosenta" type="TegSkattprosenta" minOccurs="0"/>
<xs:element name="Tekjur" type="TegUpphaedHeil"/>
<xs:element name="Stadgreidsla" type="TegUpphaedHeil"/>
<xs:element name="KennitalaUtgefanda" type="TegKennitala" minOccurs="0"/>
<xs:element name="KennitalaVorsluaðila" type="TegKennitala" minOccurs="0"/>
</xs:sequence>
</xs:complexType>
</xs:element>

5.1.2021 : Nýir reitir í gagnaskilum 2021

Reitir 230 og 231 eru nýjir í skilum launaupplýsinga (launamiða) 2021. Þeir skulu innihalda upplýsingar um staðgreiðsluskyldar höfundarréttargreiðslur til einstaklinga og afdregna staðgreiðslu af þeim. Um leið breytast skil á upplýsingum í reit 56. Sjá nánar lýsingu á reitum 56, 230 og 231.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum