Ný vefþjónusta virðisaukaskatts.

19.11.2014

Vegna fyrirhugaðra breytinga á skattþrepum í virðisaukaskatti hyggst RSK opna nýja vefþjónustu sem tekur við af núverandi skilaþjónustum í virðisaukaskatti.

Markmiðið er að nýta þetta tækifæri til að bæta vefþjónustuna og gera hana sveigjanlegri gagnvart forsendubreytingum, bæta villupróf, og leggja fyrir breytingum sem má vænta á VSK skýrslunni á komandi árum.

Gert er ráð fyrir að þjónustan verði tilbúin í prófunarumhverfi RSK fyrir lok þessa mánaðar og að prófanir á móti þjónustunni geti hafist um það leyti. Stefnt er að því að nýja þjónustan verði tilbúin í rekstur um áramótin 2014/2015 og að fyrstu skil með henni hefjist í febrúar 2015 vegna fyrstu mánaðarskila þess árs.

Ekki er gert ráð fyrir því að eldri þjónustur verði uppfærðar með nýjum þrepum og úreldast þær því frá og með fyrstu skilum fyrir árið 2015.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum