CRS og FATCA - Upplýsingar

4.4.2018

Gerðar hafa verið smávægilegar endurbætur á leiðbeiningunum sem aðallega snúa að stafsetningarvillum og málfari. Efnislega eru þær óbreyttar fyrir utan viðbót vegna TIN númers í FATCA  skilum, kafla AccountHolder:

Ef upplýsingar um TIN númer vantar skal setja AAAAAAAAA í svæðið. Þetta á við reikningseiganda og yfirráðanda reiknings (Account Holder and Controlling Person).

Rétt þykir að upplýsa hér að ekki hefur verið gerð nein breytingasaga fyrir einstakar breytingar á skilunum. Það er vegna þess að uppbygging XML skjalanna hefur breyst það mikið að það þarf að yfirfara byggingu þeirra frá grunni. Þetta er gert í þeim tilgangi að gera skilin einfaldari til frambúðar og að hafa þau meira í takt við það sem endanlega er skilað til hlutaðeigandi landa.

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum