Prófanir á fjármagnstekjuskatti

28.6.2013

Nú er nýtt kerfi fyrir skil á fjármagnstekjuskatti að verða tilbúið til prófana. Til þess að geta haft samskipti við prófunarumhverfið þarf hlutaðeigandi hugbúnaðarhús/hugbúnaðardeild að hafa veflykil og kerfisheiti. RSK sér um að búa til og úthluta veflyklum en kerfisheiti er búið til í samráði við hlutaðeigandi hugbúnaðarhús. Til þess að fá veflykil og kerfisheiti skal hafa samband við fridjon.bjarnason@rsk.is eða aevar.isberg@rsk.is.

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum