Takmörkuð skattskylda

8.2.2012

Ný vefþjónusta vegna takmarkaðrar skattskyldu hefur verið gangsett. Frá og með janúar 2012 skal skila staðgreiðslu vegna takmarkaðrar skattskyldu í gegnum þessa vefþjónustu. Einnig hefur verið bætt við aðgerðum í vefskil á skattur.is sem gefa möguleika á handskráningu. Við skil á staðgreiðslu vegna takmarkaðrar skattskyldu skal nota sama veflykil og við skil á hefðbundinni staðgreiðslu (staðgreiðslulykil). Sendur hefur verið tölvupóstur til allra launagreiðenda með kynningu á þessum staðgreiðsluskilum.

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum