Skilafrestur á FATCA upplýsingum framlengdur

13.8.2015

Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að framlengja skilafrest á upplýsingum vegna FATCA til 6. september 2015. Í ljósi þess að verið er að skila þessum upplýsingum í fyrsta sinn þykir rétt, að þessu sinni,  að koma til móts við óskir þeirra aðila sem telja sig ekki getað skilað fyrir 15. ágúst. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að ríkisskattstjóri getur ekki ábyrgst að gögnum sem berast eftir 6. september verði skilað til Bandaríkjanna fyrir septemberlok eins og tilgreint er í FATCA samningnum.

Til þess að auðvelda samskipti milli ríkisskattstjóra og skilaskyldra aðila er óskað eftir því að allar sendingar innihaldi tölvupóstfang tengiliðs sendanda. Tölvupóstfangið skal setja í stak Athugasemdir í yfirkafla Vidskiptastofnun.

Komið hafa spurningar vegna núll skýrslna, það er að segja vegna þeirra sem telja sig ekki eiga að skila upplýsingum um neina af sínum viðskiptavinum. Þeir aðilar sem svo er háttað um og hafa skráð sig hjá bandarískum skattyfirvöldum (IRS) og þar með fengið Giin númer skulu skila núll skýrslu til ríkisskattstjóra. Núll skýrsla þekkist á því að einungis kaflinn Vidskiptastofnun er í sendingunni, engir   undirkaflar.



Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum