CRS og FATCA lýsingar uppfærðar

13.4.2021

Bætt hefur verið við í inngang lýsinganna lýsingu á vinnslu skila ásamt villuprófunum og fyrirkomulagi endursendinga.

Lýsing á hvenær tilgreina skal umráðanda reiknings (Controlling Person) og hvenær ekki hefur verið bætt í kafla ContollingPerson í CRS lýsingu.

Ekki má hafa FATCA GIIN númer sem hluta af DocRefId í CRS skilum.

Sett hefur verið inn lýsing frá frá IRS á gervi TIN númerum sem nota skal þegar upplýsingar um TIN vantar í kafla AccountHolder í FATCA lýsingu.

Sett hefur verið inn lýsing á uppbyggingu DocRefId (recommended best practices) í kafla Account í FATCA leiðbeiningum.

Villuprófanir hafa verið aðlagaðar eftir því sem við á.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum