Staðgreiðsla

1.6.2010

Þann 14. Desember 2009 var send tilkynning til hugbúnaðarhúsa þar sem tilkynnt var að eldri vefþjónusta vegna staðgreiðsluskila yrði lögð niður frá 1. Mars 2010.
Í framhaldi af þessari tilkynningu óskuðu nokkrir aðilar eftir að eldri þjónustunni yrði haldið opinni lengur en til 1. mars. Hugbúnaðardeild ríkisskattstjóra varð við þessari beiðni með þeim fyrirvara að eldri vefþjónustan yrði ekki uppfærð ef af einhverjum ástæðum þyrfti að gera breytingar á staðgreiðslukerfinu.
Nú hefur komið í ljós að allmörg kerfi eru enn að nota eldri vefþjónustu þrátt fyrir ofangreinda tilkynningu. Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að loka endanlega fyrir þjónustuna þann 1. ágúst 2010. Áður en það verður gert munu þeir launagreiðendur sem nota eldri vefþjónustu fá tilkynningu um lokun hennar og þeim bent á að hafa samband við hlutaðeigandi hugbúnaðarhús.
Nánari upplýsingar veita Friðjón Bjarnason, fridjon.bjarnason@rsk.is og Ævar Ísberg, aevar.isberg@rsk.is


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum